Haukar höfðu betur gegn Val, 77:63, á útivelli í toppslag í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Tapið var það fyrsta hjá Val eftir 13 sigurleiki í röð.
Eftir jafnan fyrsta leikhluta voru Haukakonur sterkari í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 39:30. Haukar voru svo með yfirburði í þriðja leikhlutanum og munaði 20 stigum á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann og vonir Vals um 14. sigurleikinn í röð voru þar með úr sögunni.
Keira Robinson skoraði 25 stig og tók tíu fráköst fyrir Hauka og Lovísa Björt Henningsdóttir bætti við 18 stigum. Kiana Johnson gerði 17 stig fyrir Val og Ásta Júlía Grímsdóttir 13.
Keflavík er í toppsætinu með 40 stig og Haukar og Valur í öðru og þriðja með 38. Haukar eru fyrir ofan, með betri árangur í innbyrðisviðureignum.
Gangur leiksins: 4:6, 10:10, 12:17, 16:17, 19:22, 23:26, 27:34, 30:39, 36:44, 36:54, 42:60, 44:64, 46:71, 50:73, 58:73, 63:77.
Valur: Kiana Johnson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/15 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 5/4 fráköst, Sara Líf Boama 5/5 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 4, Simone Gabriel Costa 4, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 1.
Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn.
Haukar: Keira Breeanne Robinson 25/10 fráköst/6 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 18, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 11/9 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 11, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 3/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3.
Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Stefán Kristinsson.
Áhorfendur: 115.