Njarðvík stakk grannana af í lokin

Raquel De Lima átti góðan leik fyrir Njarðvík.
Raquel De Lima átti góðan leik fyrir Njarðvík. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Íslandsmeistarar Njarðvíkur höfðu betur gegn Grindavík, 87:72, á útivelli er liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiks og var staðan hnífjöfn fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 54:54. Þá tók Njarðvík hins vegar við sér og sigldi að lokum sannfærandi sigri í höfn.  

Aliyah Collier gerði 27 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Njarðvík. Raquel De Lima skoraði 16 stig. Danielle Rodríguez skoraði 28 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar fyrir Grindavík.

Njarðvík tók stórt skref í áttina að úrslitakeppninni með sigrinum, en liðið er í fjórða sæti með 24 stig, sex stigum á undan Grindavík.

Grindavík - Njarðvík 72:87

HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 01. mars 2023.

Gangur leiksins:: 2:2, 8:4, 13:9, 18:15, 21:19, 23:27, 27:32, 30:35, 32:39, 40:39, 44:45, 54:54, 59:61, 61:71, 65:80, 72:87.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 28/8 fráköst/5 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 11/7 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 9, Alexandra Eva Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 6, Hekla Eik Nökkvadóttir 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/5 fráköst, Elma Dautovic 2/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 27/8 fráköst/8 stoðsendingar, Raquel De Lima Viegas Laneiro 16/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Lavinia Joao Gomes Da Silva 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/8 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 18 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Johann Gudmundsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 237

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert