Sannfærandi hjá Keflavík og Fjölni

Daniela Wallen var sterk hjá Keflavík.
Daniela Wallen var sterk hjá Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík vann 20 stiga sigur á Breiðabliki, 80:60, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigri náði Keflavík tveggja stiga forskoti á Val í toppbaráttunni, í bili hið minnsta.

Heimakonur í Keflavík voru með 40:31-forskot í hálfleik og héldu áfram að bæta í forskotið út seinni hálfleikinn.

Daniela Wallen skoraði 18 stig og tók tíu fráköst fyrir Keflavík. Aníta Rún Árnadóttir skoraði 21 fyrir Breiðablik, sem er í sjöunda sæti með átta stig.

Í Grafarvogi hafði Fjölnir betur gegn ÍR, 83:69. Fjölnir vann fyrsta leikhlutann 24:15 og voru ÍR-ingar að elta út leikinn, án þess að ná að ógna forskoti Fjölniskvenna verulega.

Brittany Dinkins skoraði 34 stig og tók 16 fráköst fyrir Fjölni. Urté Slavickaite bætti við 26 stigum. Greeta Uprus og Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoruðu 24 stig hvor fyrir ÍR og Aníka tók einnig tíu fráköst.

Fjölnir er í sjötta sæti með 14 stig en ÍR í botnsætinu með aðeins tvö stig.

Keflavík - Breiðablik 80:60

Blue-höllin, Subway deild kvenna, 01. mars 2023.

Gangur leiksins: 5:2, 11:4, 19:7, 21:15, 28:19, 28:23, 35:27, 40:31, 47:34, 53:38, 57:41, 58:42, 62:42, 73:46, 78:52, 80:60.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 18/10 fráköst/6 stolnir, Agnes María Svansdóttir 14/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 13/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Hjördís Lilja Traustadóttir 6, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 4, Karina Denislavova Konstantinova 3/6 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Breiðablik: Anita Run Arnadottir 21, Birgit Ósk Snorradóttir 14, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 6/6 fráköst/7 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 6/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 3/5 fráköst, Hera Magnea Kristjánsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Ingi Björn Jónsson.

Fjölnir - ÍR 83:69

Dalhús, Subway deild kvenna, 01. mars 2023.

Gangur leiksins: 5:5, 11:12, 18:12, 24:15, 26:17, 26:17, 28:22, 36:30, 42:39, 44:45, 48:49, 56:52, 62:57, 68:59, 79:64, 83:69.

Fjölnir: Brittany Dinkins 34/16 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Urté Slavickaite 26/5 fráköst/6 stoðsendingar, Simone Sill 14/9 fráköst, Stefania Tera Hansen 7, Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

ÍR: Aníka Linda Hjálmarsdóttir 24/10 fráköst, Greeta Uprus 24/8 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 12/4 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 5/4 fráköst, Margrét Blöndal 2/7 fráköst/7 stoðsendingar, Gréta Hjaltadóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Jón Þór Eyþórsson, Jón Svan Sverrisson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert