Heil umferð, 23. umferð, fer fram í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Topplið Vals tekur á móti Haukum toppslag í Origo-höllinni á Hlíðarenda.
Valur er sem stendur í efsta sæti með 38 stig líkt og Keflavík í öðru sæti og skammt undan eru Haukar með 36 stig.
Valur hefur unnið 13 leiki í deildinni í röð og kom raunar síðasta deildartap liðsins gegn Haukum þegar liðin áttust við í Origo-höllinni þann 9. nóvember síðastliðinn.
Í millitíðinni hafði Valur betur gegn Haukum í Ólafssal á Ásvöllum.
Fleiri athyglisverðar viðureignir eru á dagskrá þar sem Grindavík og Njarðvík mætast í Suðurnesjaslag.
Fjögur stig skilja liðin að þar sem Njarðvík er í fjórða sæti með 22 stig og Grindaík í því fimmta með 18.
Leikir kvöldsins:
Grindavík – Njarðvík kl. 18.15
Keflavík – Breiðablik kl. 19.15
Fjölnir – ÍR kl. 19.15
Valur – Haukar kl. 20.15