Álftanes tveimur sigrum frá úrvalsdeildinni

Snjólfur Marel Stefánsson og samherjar í liði Álftaness gætu leikið …
Snjólfur Marel Stefánsson og samherjar í liði Álftaness gætu leikið í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti næsta vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álftanes er enn nær því að vinna sér sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Fjölni, 102:86, á heimavelli í 1. deildinni í kvöld.

Álftnesingar eru komnir með 40 stig og eiga fjóra leiki eftir. Hamar er eina liðið sem getur náð þeim og er með 34 stig en á fimm leiki eftir. Þar sem Álftanes hafði betur í innbyrðis leikjum liðanna í vetur dugar liðinu að fá fjögur stig úr leikjunum fjórum sem eru gegn Hrunamönnum, Skallagrími, ÍA og Sindra.

Cedrick Bowen var atkvæðamestur Álftnesinga í kvöld með 23 stig en Srdan Stojanovic og Dúi Þór Jónsson skoruðu 18 stig hvor.

Gangur leiksins: 9:5, 18:13, 23:21, 30:23, 40:23, 42:29, 50:34, 55:45, 59:51, 66:57, 70:64, 74:64, 83:66, 96:75, 96:81, 102:86.

Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 23, Srdan Stojanovic 18/8 fráköst, Dúi Þór Jónsson 18/11 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16/9 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/4 fráköst, Dino Stipcic 7, Ragnar Jósef Ragnarsson 6/5 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 4, Unnsteinn Rúnar Kárason 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Fjölnir: Lewis Junior Diankulu 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rafn Kristján Kristjánsson 13/6 fráköst, Ísak Örn Baldursson 12, Petar Peric 12, Fannar Elí Hafþórsson 11, Hilmir Arnarson 8/5 fráköst, Simon Fransis 7/6 fráköst, Karl Ísak Birgisson 4/6 fráköst, Kjartan Karl Gunnarsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 124.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert