Njarðvíkingurinn stigahæstur

Kristinn Pálsson átti góðan leik.
Kristinn Pálsson átti góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leeuwarden þurfti að sætta sig við 80:100-tap á útivelli gegn Oostende í sameiginlegri úrvalsdeild Belgíu og Hollands í körfubolta í kvöld.

Kristni Pálssyni verður ekki kennt um tapið hjá Leeuwarden, því Njarðvíkingurinn var stigahæstur á vellinum með 18 stig. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 30 mínútum.

Leeuwarden er í áttunda sæti deildarinnar með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert