Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, heldur áfram að leika vel fyrir lið sitt Falcon. Í dag var hún stigahæst í 89:68-sigri á Herlev í dönsku úrvalsdeildinni.
Þóra Kristín skoraði 17 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu á 25 og hálfri mínútu leikinni fyrir Falcon í dag. Liðsfélagi hennar Nikoline Sandbæck skoraði einnig 17 stig.
Falcon er sem fyrr langefst á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 15 leiki, 12 stigum fyrir ofan Herlev í öðru sæti.