Grindavík vann dýrmætan 99:88-sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta á heimavelli sínum í Grindavík í kvöld. Með sigrinum fór Grindavík upp í sjöunda sæti og styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni til muna.
Grindvíkingar lögðu gruninn að sigrinum með sterkum þriðja leikhluta, þar sem liðið skoraði 31 stig gegn 19. Var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 74:58. Stjarnan lagaði stöðuna í fjórða leikhluta, en það dugði ekki til.
Damier Pitts skoraði 26 stig fyrir Grindavík og Gkay Skordilis 23. William Gutenius gerði 22 stig fyrir Stjörnuna og Adama Darbo 19. Stjarnan er í tíunda sæti, aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Gangur leiksins: 6:4, 10:5, 17:8, 17:17, 23:22, 25:28, 36:32, 43:39, 46:44, 58:45, 66:49, 74:58, 76:63, 84:74, 97:79, 99:88.
Grindavík: Damier Erik Pitts 26/5 fráköst/7 stoðsendingar, Gkay Gaios Skordilis 23/6 fráköst/3 varin skot, Bragi Guðmundsson 17/5 fráköst, Zoran Vrkic 13/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/6 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 7, Kristófer Breki Gylfason 2.
Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.
Stjarnan: Niels Gustav William Gutenius 22/6 fráköst, Adama Kasper Darbo 19/7 fráköst/5 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 14/5 stoðsendingar, Kristján Fannar Ingólfsson 9/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 8/5 fráköst, Armani T´Bori Moore 7/7 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3.
Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bergur Daði Ágústsson.
Áhorfendur: 388.