Fimmti sigur Þórsara í röð

Vincent Shahid skoraði 28 stig.
Vincent Shahid skoraði 28 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór frá Þorlákshöfn vann sinn fimmta sigur í röð í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann ÍR í spennandi leik, 91:87, í Þorlákshöfn.

ÍR var með 47:43 forskot í hálfleik, eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, þar sem Þór var betri í fyrsta leikhluta, en ÍR í öðrum leikhluta.

Þórsarar náðu hins vegar forskotinu með góðum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 72:67. ÍR reyndi hvað það gat að jafna í fjórða leikhluta, en án árangurs.

Vincent Shahid skoraði 28 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Þór og Jordan Semple gerði 20 stig og tók 13 fráköst. Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 27 stig fyrir ÍR og Collin Pryor 19, auk þess sem hann tók 14 fráköst.

Eftir að hafa verið í fallsæti stóran hluta tímabils, er Þór nú í sjöunda sæti með 16 stig og líklegt til að fara í úrslitakeppnina. ÍR er í 11. sæti með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.  

Gangur leiksins: 4:5, 11:12, 21:20, 30:25, 32:30, 36:33, 40:35, 43:47, 49:52, 60:59, 68:66, 72:67, 76:73, 79:77, 86:84, 91:87.

Þór Þ.: Vincent Malik Shahid 28/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jordan Semple 20/13 fráköst/5 varin skot, Styrmir Snær Þrastarson 17, Fotios Lampropoulos 9/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Valur Þrastarson 8/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6, Davíð Arnar Ágústsson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn.

ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 27, Collin Anthony Pryor 19/14 fráköst, Taylor Maurice Johns 14/11 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 11/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Martin Paasoja 8.

Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhann Guðmundsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 210.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert