Tindastóll vann glæsilegan 100:94-endurkomusigur á útivelli gegn Breiðabliki í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Breiðablik var mun betra liðið í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 56:41, Breiðabliki í vil.
Tindastóll neitaði hins vegar að gefast upp og eftir góðan þriðja leikhluta munaði aðeins einu stigi á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 78:77. Stólarnir voru svo betri á lokakaflanum og sigldu sætum sigri í höfn.
Antonio Woods skoraði 28 stig fyrir Tindastól og Sigtryggur Arnar Björnsson 20. Everage Lee Richardson gerði 23 fyrir Breiðablik og Jeremy Smith 20.
Tindastóll er í fimmta sæti með 20 stig og Breiðablik í sjötta með 16.
Gangur leiksins: 8:7, 14:12, 25:22, 32:26, 34:31, 40:31, 50:39, 56:41, 62:48, 69:54, 73:64, 78:77, 78:82, 84:88, 90:92, 94:100.
Breiðablik: Everage Lee Richardson 23, Jeremy Herbert Smith 20, Julio Calver De Assis Afonso 18/7 fráköst, Sigurður Pétursson 14/10 fráköst, Clayton Riggs Ladine 10/4 fráköst, Danero Thomas 9/5 fráköst.
Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.
Tindastóll: Antonio Keyshawn Woods 28/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/6 stoðsendingar, Davis Geks 18/4 fráköst, Adomas Drungilas 17/6 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 10/9 fráköst, Ragnar Ágústsson 4/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3/10 fráköst/9 stoðsendingar.
Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Aron Rúnarsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 132.