Harden stöðvaði sigurgöngu Milwaukee

James Harden í leik gegn Dallas Mavericks.
James Harden í leik gegn Dallas Mavericks. AFP/Getty Images/Ron Jenkins

James Harden fór á kostum í þriggja stiga útisigri Philadelphia 76ers á toppliði Austurdeildarinnar í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta, Milwaukee Bucks, 133:130, í nótt. 

Fyrir leikinn var Milwaukee búið að vinna 16. leiki í röð og komið í toppsæti Austurdeildarinnar. 

James Harden var atkvæðamestur í leiknum með 38 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar, er hann minnti rækilega á sig. Joel Embiid átti einnig góðan leik fyrir Philadelphia með 31 stig, sex fráköst og tíu stoðsendingar. 

Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo átti flottan leik fyrir Milwaukee-menn, setti 34 stig og tók 13 fráköst ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. 

Öll úrslit næturinnar:

Washington Wizards - Toronto Raptors 109:116
Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 114:90 
Miami Heat - Atlanta Hawks 117:109
San Antonio Spurs - Houston Rockets 110:122
Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 134:138

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert