Meistararnir gerðu góða ferð austur

Pablo Bertone lék vel með Val gegn Hetti.
Pablo Bertone lék vel með Val gegn Hetti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals gerðu góða ferð austur á Egilsstaði og unnu 90:81-útisigur á Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

Valsmenn voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 43:37. Gestirnir unnu þriðja leikhlutann með tólf stigum og munaði því 18 stigum fyrir lokaleikhlutann, 75:57.

Heimamenn lögðu ekki árar í bát, minnkuðu muninn, en það reyndist of lítið og of seint og Valsmenn fögnuðu útisigri.

Pablo Bertone skoraði 24 stig fyrir Val og þeir Kristófer Acox og Kári Jónsson 20 hvor. Timothy Guers skoraði 16 fyrir Hött og Obadiah Trotter 14.

Gangur leiksins: 5:8, 11:14, 15:22, 21:24, 26:28, 29:32, 34:36, 37:43, 46:50, 48:59, 52:71, 57:75, 65:82, 67:82, 75:87, 81:90.

Höttur: Timothy Guers 16, Obadiah Nelson Trotter 14, Bryan Anton Alberts 13, Gísli Þórarinn Hallsson 11, Nemanja Knezevic 11/9 fráköst, David Guardia Ramos 5, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Juan Luis Navarro 4/4 fráköst, Matej Karlovic 2.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Pablo Cesar Bertone 24, Kári Jónsson 20/6 fráköst, Kristófer Acox 20/5 fráköst, Callum Reese Lawson 9, Hjálmar Stefánsson 5/4 fráköst, Frank Aron Booker 4, Ozren Pavlovic 4/4 fráköst, Ástþór Atli Svalason 2, Daði Lár Jónsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 247.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert