Boston Celtics hefur fatast flugið í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið er nú án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum sínum.
Boston heimsótti Cleveland Cavaliers í nótt þar sem Donovan Mitchell átti stórleik fyrir Cleveland, skoraði 40 stig, tók ellefu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Clevelands eftir framlengdan leik, 118:114, en Jaylen Brown var stigahæstur hjá Boston með 32 stig, 13 fráköst og níu stoðsendingar.
Boston er með 45 sigra í öðru sæti Austurdeildarinnar en Cleveland er í fjórða sætinu með 41 sigur.
Úrslit næturinnar í NBA:
Cleveland – Boston 118:114
Detroit – Portland 104:110
Indiana – Philadelphia 143:147
Miami – Atlanta 130:128
Denver – Toronto 118:113
Sacramento – New Orleans 123:108