Gat ekki hafnað tækifærinu

Eva Margrét Kristjánsdóttir í leik með Haukum í vetur.
Eva Margrét Kristjánsdóttir í leik með Haukum í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eva Margrét Kristjánsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, skrifaði á dögunum undir samning við ástralska félagið Keilor Thunder.

Hún mun ganga til liðs við félagið þegar Íslandsmótinu lýkur hér á landi en liðið leikur í næstefstu deild Ástralíu, NBL1-deildinni.

„Umboðsmaðurinn minn hefur aðeins verið að pressa á mig hvort ég væri ekki tilbúin að spila annars staðar en á Íslandi,“ sagði Eva Margrét í samtali við Morgunblaðið.

„Ég fór aðeins að líta í kringum mig og planið var að reyna að finna lið sem ég gæti mögulega spilað með, án þess að það myndi skarast við tímabilið hjá Haukum. Keilor Thunder var það sem mér fannst mest spennandi af því sem kom upp en ég fer út um leið og tímabilið klárast hérna heima. Þetta er hálfgerð sumardeild þarna í Ástralíu þannig að ég reikna með því að tímabilið úti klárist um miðjan ágúst,“ sagði Eva Margrét.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert