Shawn Kemp, körfuboltagoðsögn hjá Seattle SuperSonics sem var og hét, hefur verið handtekinn, grunaður um skotárás úr bifreið sinni í Tacoma í Washington-fylki í Bandaríkjunum.
Lögreglan í Tacoma tilkynnti í gærkvöldi að 53 ára gamall karlmaður hafi verið handtekinn eftir að tveimur ökumönnum hafi lent saman á bílastæði, sem endaði með því að maðurinn hafi skotið úr byssu sinni, flúið af vettvangi og skilið byssuna eftir þar.
Engan sakaði af skotárásinni.
Adrian Wojnarowski, sérfræðingur ESPN í NBA-deildinni, greinir frá því á Twitter-aðgangi sínum að Kemp, sem var sex sinnum valinn til þess að taka þátt í stjörnuleik NBA á ferli sínum, sé sá handtekni.
According to the Pierce (Wash.) Corrections Inmate listings, six-time NBA All-Star Shawn Kemp -- a legendary member of the Seattle Sonics -- has been booked in an alleged drive-by shooting. https://t.co/gix0Ht9E9F
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 9, 2023
Ásamt því að leika með Seattle á ferli sínum lék Kemp með Cleveland Cavaliers, Portland Trail Blazers og Orlando Magic áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2003.
Kemp varð þá heimsmeistari með bandaríska landsliðinu á HM 1994 í Kanada.