Meiddist í upphitun í fyrsta heimaleiknum

Kevin Durant meiddist í upphitun í nótt.
Kevin Durant meiddist í upphitun í nótt. AFP/Ron Jenkins

Kevin Durant meiddist í upphitun þegar lið hans Phoenix Suns tók á móti Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Til stóð að leikurinn yrði fyrsti heimaleikur Durants frá því hann gekk til liðs við Phoenix frá Brooklyn á dögunum en leiknum lauk með öruggum sigri Phoenix, 132:101.

Devin Booker átti stórleik fyrir Phoenix, skoraði 44 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Lindy Waters III var stigahæstur hjá Oklahoma City með 23 stig.

Phoenix er með 37 sigra í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, níu sigrum minna en topplið Denver Nuggets.

Úrslit næturinnar í NBA:

Washington – Atlanta 120:122
Boston – Portland 115:93
Miami – Cleveland 100:104
New Orleans – Dallas 113:106
Denver – Chicago 96:117
Phoenix – Oklahoma City 132:101
LA Clippers – Toronto 108:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert