Durant frá í nokkrar vikur

Kevin Durant í leik með Phoenix Suns á dögunum.
Kevin Durant í leik með Phoenix Suns á dögunum. AFP/Ron Jenkins

Ekkert varð af því að Kevin Durant léki sinn fyrsta heimaleik fyrir Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfuknattleik aðfaranótt fimmtudags þegar hann sneri sig á ökkla í upphitun fyrir leik gegn Oklahoma City Thunder.

Meiðslin eru ekki alvarleg en Durant tognaði á ökkla og verður frá í tvær til þrjár vikur.

Phoenix mun skoða meiðslin nánar að tveimur vikum loknum og meta hversu vel endurhæfing hans hefur gengið á þeim tíma áður en Durant fær að hefja æfingar að nýju.

Hjá Phoenix hefur Durant aðeins náð að spila þrjá leiki eftir að hafa skipt frá Brooklyn Nets í síðasta mánuði, en hann var meiddur þegar skiptin gengu í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert