Finninn Lauri Markkanen átti frábæran leik fyrir Utah Jazz þegar liðið vann góðan sigur á Orlando Magic, 131:124, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Markkanen var stigahæstur í leiknum með 31 stig.
Hjá Orlando var Paolo Banchero stigahæstur með 26 stig og átta fráköst. Skammt undan voru Markelle Fultz með 25 stig og Franz Wagner með 24.
Litháinn Domantas Sabonis náði þrefaldri tvennu fyrir Sacramento Kings í sterkum sigri á New York Knicks, 122:117.
Sabonis skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Stigahæstur í leiknum var R.J. Barrett með 25 stig fyrir New York Knicks og tók hann einnig sjö fráköst. Julius Randle bætti við 23 stigum og tíu fráköstum.
Öll úrslit næturinnar:
Orlando – Utah 124:131
Sacramento – New York 122:117
Indiana – Houston 134:125
Detroit – Charlotte 103:113
Memphis – Golden State 131:110
Milwaukee – Brooklyn 118:113