Valsmenn völtuðu yfir Keflavík

Kristófer Acox, Kári Jónsson og liðsfélagar í Val unnu sterkan …
Kristófer Acox, Kári Jónsson og liðsfélagar í Val unnu sterkan útisigur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur er kominn upp að hlið Njarðvíkur í Subway-deild karla í körfubolta eftir 31 stigs útisigur á Keflavík, 111:80, í kvöld. 

Valsmenn voru sterkari frá byrjun leiks og leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta, 25:16. Keflvíkingar minnkuðu muninn aðeins í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 49:45, Val í vil. 

Valsmenn byrjuðu þriðja leikhluta mun betur og þegar sex mínútur voru liðnar var Valsliðið komið 19 stigum yfir, 74:55. Næstu mínútur klóruðu Keflvíkingar aðeins í bakkann og minnkuðu muninn í tíu stig, 71:81. 

Valsmenn völtuðu svo yfir Keflavík í fjórða leikhluta þar sem heimamenn áttu engin svör. Að lokum vann Valsliðið 31 stigs sigur, 111:80. 

Kári Jónsson var stigahæstur í liði Vals með 28 stig, ásamt því tók hann fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Pablo Cesar Betrone átti einnig frábæran leik fyrir Val en hann setti 21 stig, tók 12 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Valsmenn eru nú með 30 stig, jafnmörg og Njarðvík á toppnum. Keflavík er í þriðja sæti með 24, jafnmörg og Haukar en þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 

Gangur leiksins:: 0:9, 9:9, 11:17, 16:25, 23:34, 28:41, 36:46, 45:49, 49:59, 53:69, 61:76, 71:81, 71:88, 73:94, 77:99, 80:111.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 19, Dominykas Milka 18/8 fráköst, Eric Ayala 13/6 fráköst, Valur Orri Valsson 9, David Okeke 6/4 fráköst, Igor Maric 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 5/4 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Kári Jónsson 28/4 fráköst, Pablo Cesar Bertone 21/12 fráköst, Kristófer Acox 20/7 fráköst, Callum Reese Lawson 13/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 9/8 fráköst, Ástþór Atli Svalason 7, Ozren Pavlovic 7, Frank Aron Booker 6.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 342

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert