Tröllaþrenna Jókersins dugði ekki til

Nikola Jokic er engum líkur.
Nikola Jokic er engum líkur. AFP/Matthew Stockman

Serbinn magnaði, Nikola Jokic, átti enn einn stórleikinn fyrir Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið tapaði naumlega fyrir Brooklyn Nets, 120:122.

Jókerinn var með tröllaþrennu þegar hann skoraði 35 stig, tók 20 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Jokic hefur nú náð þrennu í 26 leikjum á tímabilinu í deildinni en í 25 leikjum á undan þeim sem fór fram í nótt hafði Denver unnið þegar Serbinn nær þrefaldri tvennu.

Stigahæstur í liði Brooklyn í nótt var Mikal Bridges með 25 stig.

Kamerúninn Joel Embiid var samur við sig í öruggum sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards, 112:93.

Embiid skoraði 34 stig og tók átta fráköst.

Stigahæstur hjá Washington var Corey Kispert með 25 stig.

Öll úrslit næturinnar:

Denver – Brooklyn 120:122

LA Lakers – New York 108:112

Philadelphia – Washington 112:93

Charlotte – Cleveland 108:114

New Orleans – Portland 127:110

San Antonio - Oklahoma

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert