Anthony Davis átti stórleik fyrir LA Lakers þegar liðið hafði betur gegn New Orleans Pelicans, 123:108, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Davis var með tröllatvennu er hann skoraði 35 stig og tók 17 fráköst.
Hver sigur er mikilvægur fyrir Lakers er liðið berst fyrir því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar, en liðið er sem stendur í tíunda sæti, sem er nóg til þess að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Efstu sex sætin gefa beint sæti í henni.
Giannis Antetokounmpo heldur áfram að fara á kostum í liði Milwaukee Bucks, en hann skoraði 36 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar í 116:104-sigri liðsins á Phoenix Suns.
Devin Booker var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig.
Öll úrslit næturinnar:
New Orleans – LA Lakers 108:123
Phoenix – Milwaukee 104:116
Charlotte – Cleveland 104:120
Washington – Detroit 117:97
Toronto – Denver 125:110
Oklahoma – Brooklyn 121:107
San Antonio – Orlando 132:114
Portland – New York 107:123