Martin Hermannsson snéri aftur í Evrópudeild karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðið tók á móti Fenerbahce á Spáni í kvöld.
Leiknum lauk með tveggja stiga sigri Valencia, 82:80, en Martin skoraði sjö stig og gaf eina stoðsendingu á þeim sex mínútum sem hann lék.
Þetta var fyrsti leikur Martins í Evrópudeildinni frá því að hann sleit krossband í maí á síðasta ári en Valencia er með 14 sigra í 10. sæti deildarinnar, sigri frá áttunda sætinu sem jafnframt gefur sæti í úrslitakeppni deildarinnar.