Austin Reaves átti stórleik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið tók á móti Orlando Magic í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Leiknum lauk með 111:105-sigri Lakers en Reaves skoraði 35 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum.
Lakers er með 35 sigra í ellefta sæti Vesturdeildarinnar, sigri frá 10. sætinu sem jafnframt gefur sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni.
Úrslit næturinnar:
Milwaukee – Toronto 118:111
Portland – LA Clippers 102:117
LA Lakers – Orlando 111:105
Houston – New Orleans 107:117
Detroit – Miami 100:112