Úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir sigur

Elvar Már Friðriksson fagnar í kvöld.
Elvar Már Friðriksson fagnar í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Rytas Vilnius þegar liðið tók á móti Manresa í J-riðli Meistaradeildar FIBA í körfuknattleik í dag.

Leiknum lauk með eins stigs sigri Rytas, 96:95, en Elvar skoraði 14 stig, tók eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar á þeim átján mínútum sem hann lék.

Rytas endaði í þriðja sæti riðilsins með sex stig, líkt og Manresa, en Manresa vann fyrri leik liðanna 82:69 og endaði í öðru sæti riðilsins á eftir Bonn sem vann riðilinn með fullt hús stiga.

Rytas er því úr leik í keppninni í ár en efstu tvö lið riðilsins fara áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert