Grindavík vann góðan sigur á Haukum, 77:72, þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik í Grindavík í kvöld.
Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum, 43:33, í hálfleik.
Í síðari hálfleik héldu heimamenn dampi og voru enn með gott forskot, 68:56, að loknum þriðja leikhluta.
Í fjórða og síðasta leikhluta reyndu Haukar hvað þeir gátu til þess að saxa á forskotið en komust lengst af ekki nær en sex stigum frá Grindavík, nema í blálokin þegar Darwin Davis setti niður þriggja stiga körfu á lokasekúndunni.
Leiknum lauk því með sterkum fimm stiga sigri Grindavíkur.
Bæði lið eru örugg með sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn en Grindavík er í sjötta sæti og Haukar í því fjórða.
Damier Pitts var stigahæstur í leiknum með 21 stig fyrir Grindavík.
Stigahæstur hjá Haukum var Davis með 19 stig. Norbertas Gigas var skammt undan með 18 stig og níu fráköst.
HS Orku-höllin, Subway deild karla, 23. mars 2023.
Gangur leiksins:: 2:4, 7:8, 15:15, 21:15, 27:17, 34:24, 38:29, 43:33, 48:39, 56:45, 60:51, 68:56, 73:63, 73:63, 73:65, 77:72.
Grindavík : Damier Erik Pitts 21, Gkay Gaios Skordilis 15/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/13 fráköst/10 stoðsendingar, Zoran Vrkic 11/7 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 10, Valdas Vasylius 4, Bragi Guðmundsson 2/5 stoðsendingar.
Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.
Haukar: Darwin Davis Jr. 19, Norbertas Giga 18/9 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 13/6 fráköst, Orri Gunnarsson 13/4 fráköst, Daniel Mortensen 9/9 fráköst/5 stoðsendingar.
Fráköst: 27 í vörn, 4 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jon Thor Eythorsson.
Áhorfendur: 450