Kawhi Leonard lék afskaplega vel fyrir LA Clippers þegar liðið vann góðan sigur á Oklahoma City Thunder, 127:105, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Leonard var stigahæstur í leiknum með 32 stig fyrir Clippers. Tók hann auk þess sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal fjórum boltum.
Russell Westbrook bætti við 24 stigum fyrir liðið og gaf auk þess sjö stoðsendingar.
Stigahæstur í liði Oklahoma var Shai Gilgeous-Alexander með 30 stig.
Donovan Mitchell fór fyrir Cleveland Cavaliers er liðið vann nauman útisigur á Brooklyn Nets, 116:114.
Mitchell skoraði 31 stig og tók sex fráköst.
Stigahæstur í leiknum var hins vegar Mikal Bridges með 32 stig og sex fráköst fyrir Brooklyn.
Öll úrslit næturinnar:
LA Clippers – Oklahoma 127:105
Brooklyn – Cleveland 114:116
New Orleans – Charlotte 115:96
Orlando – New York 111:106