Breytingatillaga um erlenda leikmenn hefur verið samþykkt samþykkt á þingi KKÍ.
Reglan er núna að það má hafa einn leikmann utan EES (Bosman), yfirleitt Bandaríkjamann, tvo innan EES og svo rest Íslendingar inná í einu.
En reglunni verður breytt í að það megi hafa einn leikmann utan EES og svo frjálst flæði leikmanna innan EES eftir það frá og með næsta tímabili.
Nýja reglan hljómar því svona: „Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis“
En það er engin kvóti lengur á aðra, lið geta verið með eintóma íslenska leikmenn eða eintóma leikmenn frá öðrum EES-löndum héðan í frá.