Tiu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en Golden State Warriors vann m.a. sigur á Philadelphia 76'ers.
Joel Embiid var algjörlega magnaður í liði Philadelphia en það dugði þó ekki til. Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar en þrátt fyrir það vann Golden State átta stiga sigur. Jordan Poole var stigahæstur í liði Golden State með 33 stig en Steph Curry skoraði 29 stig.
Los Angeles Lakers unnu þá góðan fimm stiga sigur á Oklahoma City Thunder þar sem Anthony Davis dró vagninn. Hann skoraði 37 stig, en LeBron James lék ekki með Lakers vegna meiðsla.
Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan:
Indiana Pacers 95:120 Boston Celtics
San Antonio Spurs 124:136 Washington Wizards
Detroit Pistons 97:118 Toronto Raptors
Houston Rockets 114:151 Memphis Grizzlies
Charlotte Hornets 117:109 Dallas Mavericks
Milwaukee Bucks 144:116 Utah Jazz
Philadelphia 76'ers 112:120 Golden State Warriors
Chicago Bulls 124:96 Portland Trail Blazers
Phoenix Suns 127:135 Sacramento Kings
Oklahoma City Thunder 111:116 Los Angeles Lakers.