Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson var atkvæðamikill í 20 stiga tapi Leeuwarden fyrir Antwerp Giants í í BNXT-deildinni í körfubolta, úrvalsdeild Hollands og Belgíu í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Antwerp, 83:63. Kristinn setti 15 stig, tók sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu á 31. mínútu.
Leeuwarden er í neðsta sæti efri hluta deildarinnar, með þrjú töp í þremur leikjum eftir að deildinni var skipt.