Topplið vesturdeildar, Denver Nuggets, lagði topplið austurdeildar, Milwaukee Bucks, 129:106, í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt.
Aðalstjörnur liðanna, Nikola Jokic hjá Nuggets og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks, skoruðu 31 stig hvor í leiknum en þar að auki tók Antetokounmpo 9 fráköst og Jokic gaf 11 stoðsendingar.
Þá skoraði Joel Embiid 28 stig fyrir Philadelphia 76'ers í tapi, 125:105, gegn Phoenix Suns. Tyrese Maxey var þó stigahæstur í liði Philadelphia en hann skoraði 37 stig. Hjá Phoenix var Devin Booker stigahæstur með 29 stig.
Gott gengi Sacramento Kings heldur áfram en liðið lagði Utah Jazz, 121:113. Kevin Huerter var stigahæstur í liði Kings með 27 stig en hjá Jazz var Walker Kessler stigahæstur með 31 stig.
Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan:
Indiana Pacers 130:143 Atlanta Hawks
Brooklyn Nets 129:100 Miami Heat
Milwaukee Bucks 106:129 Denver Nuggets
Philadelphia 76'ers 105:125 Phoenix Suns
Utah Jazz 113:121 Sacramento Kings
New Orleans Pelicans 131:110 Los Angeles Clippers