Los Angeles Lakers mátti þola tap fyrir Chicago Bulls, 108:118, á heimavelli í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í kvöld.
LeBron James var heill heilsu og spilaði 30. mínútur í endurkomu sinni og setti 19 stig og tók átta fráköst, en hann hefur undanfarnar vikur glímt við meiðsli.
Chicago-liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og höfðu Lakers-menn fá svör. Zach LaVine átti frábæran leik fyrir Chicago, setti 32 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.