Tryggvi Hlinason og liðsfélagar hans í Zaragoza unnu óvæntan sigur á Martin Hermannsyni og félögum hans í Valencia í spænsku ACB-deildinni í kvöld.
Leiknum lauk með 11 stiga sigri Zaragoza, 86:75. Tryggvi setti fimm stig og tók sex fráköst á 22. mínútum spiluðum. Martin, sem er að ná sér eftir krossbandsslit, spilaði 19 mínútur í dag og setti tvö stig, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Valencia er í áttunda sæti deildarinnar með 26 stig en Zaragoza er í 12. sæti með 18.
Ægir Þór Steinarsson var drjúgur í tapi Alicante fyrir Estudiantes, 65:70, í B-deild Spánar í kvöld.
Ægir setti 14 stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. Alicante er í níunda sæti deildarinnar með 40 stig.