Jaylen Brown fór á kostum í liði Boston Celtics þegar liðið vann einstaklega öruggan sigur á San Antonio Spurs, 137:93, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Brown skoraði 41 stig og tók einnig 13 fráköst.
Zach Collins var stigahæstur hjá San Antonio með 21 stig og sjö fráköst.
Gott gengi Memphis Grizzlies heldur þá áfram. Liðið vann sterkan útisigur á Atlanta Hawks, 123:119.
Ja Morant fór fyrir Memphis er hann skoraði 27 stig og gaf sex stoðsendingar.
Clint Capela lék vel í liði Atlanta og skoraði 18 stig ásamt því að taka 16 fráköst og verja fjögur skot.
Stórleikur Mikal Bridges dugði þá ekki til í 106:119-tapi Brooklyn Nets fyrir Orlando Magic.
Bridges skoraði 44 stig og tók sex fráköst.
Öll úrslit næturinnar:
Boston – San Antonio 137:93
Atlanta – Memphis 119:123
Orlando – Brooklyn 119:106
Cleveland – Houston 108:81
Toronto – Washington 114:104
Portland – Oklahoma 112:118