Serbinn Nikola Jokic heldur áfram að leika stórkostlega fyrir Denver Nuggets í NBA-deildinni. Í nótt náði hann 29. þrefaldri tvennu sinni á tímabilinu í 116:111-sigri á Philadelphia 76ers.
Jókerinn skoraði 25 stig, tók 17 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.
Stigahæstur í leiknum var hins vegar Tyrese Maxey með 29 stig fyrir Philadelphia, en Kamerúninn Joel Embiid lék ekki í nótt vegna meiðsla.
Immanuel Quickley fór á kostum í liði New York Knicks sem hafði betur gegn Houston Rockets, 137:115.
Quickley skoraði 40 stig og gaf níu stoðsendingar.
Stigahæstur hjá Houston var Kevin Porter Jr. með 26 stig.
Öll úrslit næturinnar:
Denver – Philadelphia 116:111
New York – Houston 137:115
LA Clippers – Chicago 124:112
Portland – New Orleans 90:124
Detroit – Milwaukee 117:117
Indiana – Dallas 104:127
Sacramento – Minnesota 115:119
Utah – Phoenix 103:117