Hákon Hjartarson hefur verið ráðinn þjálfari sameinaðs kvennaliðs Hamars/Þórs í körfuknattleik fyrir næsta tímabil. Tekur hann við starfinu af Hallgrími Brynjólfssyni, sem hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú tímabil.
Hamar/Þór hafnaði í fimmta sæti 1. deildar og er tímabilinu því lokið hjá liðinu, þar sem fjögur efstu liðin fara í umspil um laus sæti í úrvalsdeildinni.
Hákon er reyndur þjálfari sem hefur stærstan hluta þjálfaraferilsins starfað fyrir yngri flokka Þórs frá Þorlákshöfn, auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fjölnis og hluti af þjálfarateymum yngri landsliða Íslands.