Tryggvi Snær Hlinason skoraði átta stig, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim 15 mínútum sem hann lék í liði Zaragoza er liðið laut í lægra haldi fyrir Bilbao í spænsku ACB-deildinni í dag.
Zaragoza er með 18 stig í 12. sæti deildarinnar, átta stigum fyrir ofan fallsæti að loknum 25 leikjum.