Kristinn Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, stóð vel fyrir sínu en gat ekki komið í veg fyrir tap þegar lið hans Aris Leeuwarden laut í gras gegn Mechelen, 90:96, í efri hluta sameinaðrar úrvalsdeildar Belgíu og Hollands í dag.
Kristinn skoraði 14 stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu á tæpum 27 mínútum hjá Leeuwarden.
Liðið hefur nú tapað öllum fimm leikjum sínum eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta og er í neðsta sæti efri hlutans með 15 stig, en Antwerp Giants er á toppnum með 25 stig.