Stjarnan upp í efstu deild

Kolbrún María Ármannsdóttir, sem átti stórleik í kvöld, sækir að …
Kolbrún María Ármannsdóttir, sem átti stórleik í kvöld, sækir að körfu KR. Fjóla Gerður Gunnarsdóttir er til varnar. Ljósmynd/Jón Kristinn Sverrisson

Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með öruggum 98:80-útisigri á KR í fjórða leik liðanna í umspili 1. deildarinnar. Stjarnan vann einvígið 3:1.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var staðan eftir hann 25:25. Stjörnukonur voru sterkari í öðrum leikhluta og voru hálfleikstölur 51:41.

KR vann þriðja leikhlutann með einu stigi, en Stjörnukonur héldu öruggu forskoti út fjórða leikhlutann og fögnuðu vel í leikslok.

Kolbrún María Ármannsdóttir átti stórleik fyrir Stjörnuna og skoraði 32 stig og tók 13 fráköst. Diljá Ögn Lárusdóttir bætti við 20 stigum. Violet Morrow skoraði 32 stig fyrir Stjörnuna og tók tíu fráköst. Lea Gunnarsdóttir skoraði 14 stig.

KR - Stjarnan 78:98

Meistaravellir, 1. deild kvenna, 02. apríl 2023.

Gangur leiksins: 6:7, 16:17, 23:25, 25:25, 30:36, 38:43, 41:45, 41:51, 43:59, 49:62, 53:69, 60:71, 63:79, 67:88, 74:96, 78:98.

KR: Violet Morrow 32/10 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 14/6 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Anna María Magnúsdóttir 10, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 3, Anna Fríða Ingvarsdóttir 3/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Stjarnan: Kolbrún María Ármannsdóttir 32/13 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 20, Riley Marie Popplewell 19/11 fráköst, Ísold Sævarsdóttir 17/6 fráköst/6 stolnir, Bára Björk Óladóttir 8, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Ingi Björn Jónsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 305.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert