Úlfarnir misstigu sig á heimavelli

Stórleikur Anthony Edwards dugði ekki fyrir Minnesota.
Stórleikur Anthony Edwards dugði ekki fyrir Minnesota. AFP/Getty Images/Kevin C. Cox

Minnesota Timberwolves missteig sig í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Úlfarnir töpuðu fyrir Portland Trail Blazers, 105:107. 

Stjarna Minnesota Anthony Edwards átti stórleik þrátt fyrir tapið en hann setti 37 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. Shaedon Sharpe var stigahæstur í liði Portland með 27 stig en Damian Lillard var fjarri góðu gamni. 

Minnesota er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina en Úlfarnir sitja í níunda sæti Vesturdeildarinnar með 39 sigra og 40 töp. Liðin í sjöunda til tíunda sæti fara í sérumspil um tvö lokasætin í úrslitakeppninni. 

Chicago Bulls vann góðan heimasigur á Memphis Grizzlies, 128:107, í kvöld. 

Zack LaVine var frábær í liði heimamanna og setti 36 stig, tók þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði Memphis var Jaren Jackson Jr. með 31 stig, átta fráköst og eina stoðsendingu. 

Hin úrslit kvöldsins:

Brooklyn Nets - Utah Jazz 111:110
Charlotte Hornets - Toronto Raptors 108:128

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert