Skallagrímur í vænlegri stöðu – Hamar jafnaði metin

Ragnar Nathanaelsson var stigahæstur hjá Hamri í kvöld.
Ragnar Nathanaelsson var stigahæstur hjá Hamri í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keith Jordan átti stórleik fyrir Skallagrím þegar liðið tók á móti Sindra í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik í Borgarnesi í kvöld.

Leiknum lauk með 89:82-sigri Skallagríms en Jordan skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Rimantas Danys skoraði 19 stig og tók fjögur fráköst fyrir Sindra en Skallagrímur leiðir 2:0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á Höfn á fimmtudaginn.

Þá skoraði Ragnar Ágúst Nathanaelsson 23 stig, tók 18 fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir Hamar þegar liðið jafnaði metin í einvígi sínu gegn Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi.

Leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Hamars, 86:82, en Lewis Diankulu var stigahæstur hjá Fjölni með 26 stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar.

Næsti leikur liðanna fer fram í Hveragerði á fimmtudaginn.

Skallagrímur - Sindri 89:82

Borgarnes, 1. deild karla, 03. apríl 2023.

Gangur leiksins: 4:6, 16:11, 24:16, 33:25, 39:33, 41:38, 45:41, 49:43, 55:50, 60:54, 63:62, 67:66, 71:72, 73:78, 81:80, 89:82.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 30/10 fráköst/6 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 15/8 fráköst, Milorad Sedlarevic 10, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/10 fráköst, Davíð Guðmundsson 9, Marinó Þór Pálmason 8, Almar Örn Björnsson 6, Orri Jónsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Sindri: Rimantas Daunys 19/4 fráköst, Oscar Alexander Teglgard Jorgensen 18, Ebrima Jassey Demba 11/10 fráköst/5 stoðsendingar, Guillermo Sanchez Daza 10, Ismael Herrero Gonzalez 7/6 stoðsendingar, Tyler Emmanuel Stewart 7/7 fráköst/6 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 5, Tomas Orri Hjalmarsson 5/5 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Jón Þór Eyþórsson, Aron Rúnarsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 274.

Fjölnir - Hamar 82:86

Dalhús, 1. deild karla, 03. apríl 2023.

Gangur leiksins: 3:7, 6:11, 8:15, 14:18, 18:26, 22:32, 26:34, 36:38, 39:42, 47:48, 52:48, 60:52, 64:62, 68:73, 71:81, 82:86.

Fjölnir: Lewis Junior Diankulu 26/9 fráköst, Viktor Máni Steffensen 21, Hilmir Arnarson 13, Rafn Kristján Kristjánsson 11/10 fráköst, Simon Fransis 7, Fannar Elí Hafþórsson 3, Ísak Örn Baldursson 1/5 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.

Hamar: Ragnar Agust Nathanaelsson 23/18 fráköst, Jose Medina Aldana 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 17/6 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 14/5 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 5, Björn Ásgeir Ásgeirsson 4, Daði Berg Grétarsson 3/7 fráköst/10 stoðsendingar.

Fráköst: 34 í vörn, 15 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert