Góður sigur Hauka í fyrsta leik

Jordan Semple sækir að Hafnfirðingum í kvöld.
Jordan Semple sækir að Hafnfirðingum í kvöld. mbl.is/Arnþór

Haukar eru í góðri stöðu eftir sigur á Þór Þorlákshöfn, 90:83, í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Íslands­móts karla í körfuknatt­leik í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld. 

Haukaliðið var sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta og komst snemma leiks átta stigum yfir. 10:2. Haukar leiddu mest með tíu stigum, 18:8, en Þórsarar klóruðu aðeins í bakkann undir lok leikhlutans en staðan var 21:14, er honum lauk, Haukum í vil. 

Haukar voru aðeins sterkari í byrjun annars leikhluta en um miðjan leikhlutann jafnaði Þór metin, 32:32, og komst yfir 35:34. 

Haukar létu það ekki á sig fá og voru beittari síðustu mínúturnar og leiddu í hálfleik með sjö, 46:39. 

Hilmar Smári Henningsson átti góðan fyrri hálfleik fyrir Hauka en hann setti 12 stig og gaf þrjár stoðsendingar. Reynsluboltinn Daniel Mortensen var einnig seigur fyrir Hauka með átta stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. 

Verstu fréttirnar fyrir Hauka voru hinsvegar þær að lykilmaðurinn Norbertas Giga meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins og þurfti að yfirgefa salinn. 

Haukar byrjuðu þriðja leikhluta af glæsibrag og komust mest 16 stigum yfir, 57:41. Er leið á hann kom Þór rækilega til baka og minnkaði muninn minnst í þrjú stig, 57:60. Haukar áttu þó lokastigin og leiddu með fimm að leikhlutanum loknum, 62:57. 

Haukaliðið var sterkari aðilinn mestallan fjórða leiklhuta og lét forystu sína aldrei frá sér. Enn fór Hilmar Smári á kostum og setti alls 32 stig. Haukar unnu að lokum öruggan sigur og leiða einvígið 1:0. 

Lykilmaður Þórs Vincent Shahid náði sér seint á strik í kvöld og gerðu Haukar vel í að loka á hann framan af leik. Jordan Semple stóð sig mun betur fyrir gestina og setti 23 stig og tók ellefu fráköst. 

Næsta viðureign liðanna er í Þorlákshöfn á laugardaginn. 

Haukar - Þór Þ. 90:83

Ásvellir, Subway deild karla, 05. apríl 2023.

Gangur leiksins:: 5:2, 10:2, 18:8, 21:14, 29:23, 34:35, 42:37, 46:39, 53:41, 60:45, 60:52, 62:57, 70:62, 76:68, 82:72, 90:83.

Haukar: Hilmar Smári Henningsson 32, Daniel Mortensen 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Darwin Davis Jr. 12/7 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 10/5 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson 7, Alexander Óðinn Knudsen 6, Emil Barja 3, Breki Gylfason 3/10 fráköst, Norbertas Giga 2.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Þór Þ.: Jordan Semple 23/11 fráköst/3 varin skot, Vincent Malik Shahid 18/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Pablo Hernandez Montenegro 12/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 6, Tómas Valur Þrastarson 3, Emil Karel Einarsson 2, Fotios Lampropoulos 2.

Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 708

Haukar 90:83 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert