Það var ekki að sjá að Sigtryggur Arnar Björnsson hefði spilað framlengdan körfuboltaleik þegar mbl.is hitti hann eftir sigur Tindastóls gegn Keflavík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld.
Rétt áður hafði Sigtryggur skokkað milli helminga vallarins, tekið víti og fagnað vel. Sigtryggur Arnar sagði stuðningsmenn liðsins gefa honum aukakraft í hvert skipti sem þeir mæta líkt og í kvöld.
Sigtryggur Arnar sagði sína menn hafa haldið áfram eftir hvert áhlaup heimamanna og að það hafi gert útslagið að lokum þetta kvöldið.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.