KKÍ sendir ekki lið á Smáþjóðaleikana

Íslensku landsliðin í körfubolta mæta ekki til leiks á Smáþjóðaleikunum.
Íslensku landsliðin í körfubolta mæta ekki til leiks á Smáþjóðaleikunum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslensk körfuboltalandslið munu ekki leika á Smáþjóðaleikunum á Möltu, en leikarnir fara fram 28. maí til 3. júní. Þetta kemur fram í fréttabréfi ÍSÍ, sem gefið var út í gær.

Alls keppa 80 Íslendingar á leikunum í sundi, frjálsíþróttum, siglingum, júdó, skvassi, skotíþróttum, tennis og borðtennis.

Þó mun besta frjálsíþróttafólk Íslands ekki taka þátt á leikunum, þar sem þeir gefa ekki stig á heimslistanum og hjálpar því lítið þegar kemur að því að tryggja sér sæti á HM, EM og Ólympíuleika.

ÍSÍ færði KKÍ á dögunum úr A-flokki og niður í B-flokk þegar kom að fjárveitingu frá afrekssjóði ÍSÍ og við það minnkaði fjármagn ÍSÍ til KKÍ töluvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert