Stjarnan vann sannfærandi 94:80-sigur á heimavelli gegn Þór frá Akureyri í fyrsta leik liðanna í úrslitum um sigur í 1. deild kvenna í körfubolta.
Stjörnukonur unnu fyrsta leikhlutann 27:24, en Þór svaraði með 24:17 sigri í öðrum leikhluta. Var staðan í hálfleik því 44:38, Stjörnunni í vil.
Heimakonur bættu í forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan 14 stiga sigur.
Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna og Ísold Sævarsdóttir 20. Eva Wium Elíasdóttir skoraði 18 fyrir Þór.
Bæði lið leika í efstu deild á næstu leiktíð, en einvígið er um sigur í deildinni. Það lið sem er fyrr til að vinna þrjá leiki, fagnar sigri.
Umhyggjuhöllin, 1. deild kvenna, 05. apríl 2023.
Gangur leiksins:: 2:2, 9:8, 22:11, 27:14, 32:19, 37:26, 39:35, 44:38, 48:44, 55:46, 62:51, 68:58, 78:65, 86:72, 89:74, 94:80.
Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 26/6 fráköst/6 stolnir, Ísold Sævarsdóttir 20, Bára Björk Óladóttir 16, Riley Marie Popplewell 11/7 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Kolbrún María Ármannsdóttir 8/5 fráköst, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 6, Hrafndís Lilja Halldórsdóttir 3, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 2, Elísabet Ólafsdóttir 2.
Fráköst: 19 í vörn, 5 í sókn.
Þór Ak.: Madison Anne Sutton 23/20 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 18/6 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 12, Hrefna Ottósdóttir 10, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 6/4 fráköst, Tuba Poyraz 6/10 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 5.
Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Stefán Kristinsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Daníel Steingrímsson.
Áhorfendur: 149