Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflvíkinga, hitti naglann á höfuðið, eftir tap liðsins gegn Tindastóli í fyrsta leik átta liða úrslita Íslandsmótsins í körfubolta, þegar hann sagði stemninguna vera rétt eins og hún á að vera á þessum tíma árs.
Leikurinn alvöru úrslitakeppnisleikur en vonbrigði vissulega að tapa. Halldór sagði sína menn hafa sýnt flottan karakter að koma tilbaka í leiknum og þvinga framlenginguna. En sagði sína menn hafa vantað aðeins uppá „bensínið" undir lokin.
Halldór sagði lið sitt hafa saknað Harðar Axels í kvöld og þá sérstaklega varnarlega.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.