Ég er mjög stoltur þjálfari í kvöld

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Íslandsmeistara Njarðvíkur var að sjálfsögðu snortinn eftir frammistöðu síns liðs í kvöld þegar Njarðvíkurkonur sigruðu Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik.

Rúnar sagði sitt lið hafa lokað á allt utanaðkomandi og einbeitt sér að því sem þær stýra. Rúnar sagði að líkast til fáir hafi mætt og trúað að Njarðvík gæti unnið þennan leik í kvöld og þess vegna hafi hann náð að loka á allt utanaðkomandi tal.

Rúnar sagði að vendipunktur í leiknum hefði getað orðið U-villa sem lið hans fékk dæmt á sig undir lok leiks en að það sem varð vendipunktur var hvernig lið hans svaraði eftir þetta mótlæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert