Lykilmaður Njarðvíkur ekki meira með

Aliyah Collier ásamt teymi Njarðvíkur fyrir leik liðsins gegn Keflavík …
Aliyah Collier ásamt teymi Njarðvíkur fyrir leik liðsins gegn Keflavík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Þær fregnir berast úr herbúðum kvennaliðs Njarðvíkur að þeirra allra besti leikmaður, Aliyah Collier hefur lokið keppni í úrslitakeppninni í ár fyrir Íslandsmeistarana.

Collier spilaði fyrsta leikinn gegn Keflavík en í byrjun fjórða leikhluta virtist hún lenda illa á hnénu eftir skoraða körfu og fór fljótlega útaf vellinum sárþjáð. Eftir myndatökur á hnénu í vikunni hefur komið í ljós að rifa er í krossbandi sem þá þegar hafði verið búið að laga frá gömlum krossbandaslitum.

Collier kemur til með að þurfa að hvíla næstu mánuðina og óvíst er svo með hvernig framhaldið hjá henni verður. Það þarf varla að fjölyrða um þessa blóðtöku fyrir Njarðvíkurliðið og brekka gegn deildarmeisturum Keflavíkur varð allt í einu brekka með vindinn í fanginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert