Milwaukee Bucks tryggði sér í nótt toppsæti austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í Bandaríkjunum. Liðið lagði Chicago Bulls, 105:92, án Giannis Antetokounmpo í nótt.
Bobby Portis átti flottan leik fyrir Bucks en hann skoraði 27 stig og tók 13 fráköst. Hjá Bulls var Nikola Vucevic stigahæstur með 21 stig og 11 fráköst.
Í Los Angeles lagði Clippers sjóðheita Lakers-menn í borgarslag, 125:118. LeBron James var frábær í liði Lakers en hann skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Norman Powell var stigahæstur í Clippers-liðinu með 27 stig.
Boston Celtics var án lykilmanna í nótt en þrátt fyrir það vann liðið Toronto Raptors, 97:93, og tryggði með því annað sæti austurdeildar. Jayson Tatum, Marcus Smart og Al Horford voru allir frá í liði Boston en Malcom Brogdom steig upp í fjarveru þeirra og skoraði 29 stig. Hjá Toronto var Pascal Siakam stigahæstur með 28 stig.
Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni má sjá hér að neðan:
Brooklyn Nets 123:108 Detroit Pistons
New York Knicks 138:129 Indiana Pacers
Washington Wizards 116:134 Atlanta Hawks
Toronto Raptors 93:97 Boston Celtics
Chicago Bulls 92:105 Milwaukee Bucks
Memphis Grizzlies 131:138 New Orleans Pelicans
Sacramento Kings 119:123 Dallas Mavericks
Los Angeles Lakers 118:125 Los Angeles Clippers