Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í góðum sigri Faenza á Valdarno, 55:50, í fallkeppni ítölsku A-deildarinnar í körfubolta í kvöld.
Sara setti fimmtán stig og tók eitt frákast á 24. mínútum spiluðum. Faenza lauk keppni í tíunda sæti en Valdarno í 13. sæti. Fyrsta liðið til að vinna tvo leiki heldur sér uppi en hitt fer í úrslitaleik við tapliðið í hinum leiknum, 11. og 12. sæti, um hvaða lið fellur.
Næsti leikur liðanna er á mánudaginn kemur.