Skallagrímur í úrslit og Hamar vann

Ragnar Nathanaelsson var atkvæðamikill hjá Hamri í kvöld.
Ragnar Nathanaelsson var atkvæðamikill hjá Hamri í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skallagrímur er kominn í úrslit umspilsins eftir tveggja stiga útisigur á Sindra, 74:72, í undanúr­slit­um 1. deild­ar karla í körfuknatt­leik á Höfn í kvöld. 

Skallagrímur vinnur því einvígið 3:0 og fer örugglega í úrslitin. Keith Jordan átti enn einn flotta leikinn fyrir Skallagrím en hann setti 24 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. 

Milorad Sedlarevic var næststigahæstur í liði Skallagríms með 20 stig en Rimantas Daunys setti 22 fyrir Sindra. 

Gangur leiksins:: 6:2, 10:13, 18:13, 20:17, 22:22, 28:22, 33:26, 37:28, 41:37, 47:37, 51:42, 56:47, 64:52, 68:61, 70:66, 72:74.

Sindri: Rimantas Daunys 22/7 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 12, Ismael Herrero Gonzalez 11, Oscar Alexander Teglgard Jorgensen 10, Tyler Emmanuel Stewart 7/6 fráköst, Tomas Orri Hjalmarsson 5/6 fráköst, Ebrima Jassey Demba 5/9 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 24/9 fráköst/7 stoðsendingar, Milorad Sedlarevic 20/6 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 10/7 fráköst, Orri Jónsson 6, Marino Þór Pálmason 6/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3, David Gudmundsson 3, Almar Orn Bjornsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jon Thor Eythorsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 154

Hamar vann sterkan heimasigur á Fjölni, 99:82 þar sem Ragnar Águst Nathanaelsson fór enn og aftur á kostum. 

Ragnar setti 16 stig og tók 14 fráköst en ásamt því gaf hann tvær stoðsendingar. José Medina Aldana var hinsvegar stigahæstur í liði Hamars með 24 stig. 

Hamar er þar með kominn í 2:1 í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaleik umspilsins gegn Skallagrími. 

Næsti leikur Fjölnis og Hamars fer fram á sunnudaginn kemur. 

Gangur leiksins:: 6:4, 8:14, 10:16, 21:23, 33:26, 37:29, 40:32, 50:34, 53:39, 58:46, 71:52, 77:53, 82:60, 89:66, 91:75, 99:82.

Hamar: Jose Medina Aldana 24/7 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 23/7 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 14/16 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 9, Alfonso Birgir Söruson Gomez 9/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 6, Egill Þór Friðriksson 2, Daníel Sigmar Kristjánsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 15 í sókn.

Fjölnir: Viktor Máni Steffensen 16, Simon Fransis 12/5 fráköst, Ísak Örn Baldursson 11, Rafn Kristján Kristjánsson 10/8 fráköst, Lewis Junior Diankulu 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Elí Hafþórsson 6, Karl Ísak Birgisson 6/4 fráköst, Hilmir Arnarson 5, Brynjar Kári Gunnarsson 5, Guðmundur Aron Jóhannesson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Ingi Björn Jónsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 210

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert